Það er tæpast nokkur tilviljun, að þú sért að lesa þessar línur, lesandi góður. Því samkvæmt mælingu bandaríska vefmiðilsins Quartz eru upplýsingagröf – súlurit, línurit, skífurit og þess háttar – einmitt best til þess fallin að vekja áhuga lesenda á fjölmiðlaefni og halda athygliþeirra.

Sjálfsagt kemur einhverjum á óvart að ljósmyndir skuli vera svo miklu aftar á merinni sem raun ber vitni, en af einhverjum ástæðum hafa vefmiðlar ekki náð sömu tökum á ljósmyndabirtingum og hefðbundnir prentmiðlar.

Eins er athyglisvert að gagnvirknin skuli ekki ná betri árangri, hún átti þó að vera helsti styrkur vefmiðla, sem enginn annar miðill hefði. Og myndræmur koma svo enn aftar. Hér er rúm til nýbreytni.