Svar barst við fyrirspurn framsóknarmanna í borgarstjórn um auglýsingakostnað Reykjavíkurborgar og hvernig hann skiptist. Nú segir sig sjálft að borgin þarf að auglýsa töluvert, bæði lögboðnar auglýsingar og tilkynningar, en einnig auglýsingar um margs konar þjónustu, ábendingar til ferðamanna og svo framvegis.

En það er athyglisvert að skoða skiptinguna. Ekki er óeðlilegt að mest sé auglýst í Fréttablaðinu, sem er útbreiddasta dagblaðið, en það vekur þó spurningar hvað yfirburðirnir eru miklir.

Það er fjandakornið ekki fjórum sinnum betri auglýsingamiðill en Mogginn? Eða Grafarvogsblaðið hálfdrættingur á við Morgunblaðið. Þessar tölur eru allrar athygli virði og vekja margar spurningar.