Gallup mælir fjölmiðlanotkun á Íslandi með reglulegum hætti, en að ofan sést hlutfallsleg skipting áhorfs sjónvarpsstöðva í 39. viku ársins, frá 21. til 27. september. Þarna er Ríkisútvarpið með liðlega helming augna sjónvarps­ áhorfenda á sér; um tvöfalt meira en næsti keppinautur á eftir, fimmfalt á við hinn þriðja og um hina er þarf ekki að ræða. Það er afar sterk staða hjá Ríkisútvarpinu, svona fljótt á litið.

Auglýsingasérfræðingar eru hins vegar fljótir að benda á að samsetning áhorfenda er með ýmsu móti og því geti auglýsendur ekki aðeins hallað sér að RÚV, vilji þeir ná hámarksárangri. Enn er þó ekki allt sem sýnist. Inn í þessar tölur vantar alveg allt hitt áhorfið, hjá Netflix og bræðrum hans.