Hér má sjá meginskiptingu tekjustofna bandarískra dagblaða undanfarna sex áratuga. Sem sjá má hefur á ýmsu gengið og það er minnst verðbólga.

Líkt og annars staðar hafa auglýsingatekjur skipt mestu fyrir dagblöð vestra og lengi vel var hlutfallið nokkuð jafnt, auglýsendur greiddu 70% og áskrifendur 30%. Sem yfirleitt endurspeglaðist nokkuð í auglýsingamagni, um 70% flatarmáls blaða voru auglýsingar! Þetta breyttist hins vegar á áttunda áratug liðinnar aldar, þegar auglýsingatekjur jukust ört og námu ríflega 80% um skeið. Upp úr hruni (jú, þess gætti víðar en á Íslandi!) hröpuðu auglýsingatekjur mjög og eru enn í rénun, en þær eru nú um 63% heildartekna dagblaða.

En áskrifendurnir halda bara áfram að borga eins og ekkert hafi í skorist!