*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 4. nóvember 2017 09:01

Tölfræði fjölmiðla: Misjafnt gefið

Þegar litið er á fréttir af stjórnmálaflokkunum í kosningabaráttunni kemur eitt og annað sérstakt í ljós.

Andrés Magnússon

Þegar litið er á fréttir af stjórnmálaflokkunum í kosningabaráttunni kemur eitt og annað sérstakt í ljós. Sjálfstæðisflokkurinn er þar með meira en tvöfalt fleiri fréttir en næsti flokkur á eftir, en margar þeirra voru raunar um málefni, sem efast má um að hafi orðið flokknum til framdráttar.

Aðrir flokkar, sem voru á þingi fyrir, fengu þar nokkuð svipaða umfjöllun, þó vissulega megi velta röðinni fyrir sér. En svo eru það nýju flokkarnir, sem koma þarna talsvert á eftir. Er ekki eitthvað skrýtið við það? Kosningabaráttan var ekki inni á þingi.

Listi umfjöllunarefna er um margt táknrænn fyrir kosningarnar, en þar tróna Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn í efstu sætum sem fyrr, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn skjótast upp listann meðan það er rórra yfir Pírötum, Viðreisn fellur duglega niður og Flokkur fólksins kemur ferskur inn. Björt framtíð fellur hins vegar nánast út af lista en hér skal því spáð að hún sjáist ekki á þessum listum meir.

Stikkorð: fjölmiðlar
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim