Snjallsímar eru sú gerð fjölmiðla, sem örast sækir í sig veðrið ef marka má tölur um auglýsingatekjur fjölmiðla. Vel er þekkt hvernig hefðbundnir fjölmiðlar hafa mjög látið undan síga í útbreiðslu og auglýsingasölu gagnvart hinum nýju stafrænu miðlum.

Hins vegar eru stafrænu miðlarnir ekki allir eins, og þar skiptir máli með hvaða tækni neytandinn nálgast fréttirnar. Upphaflega notuðu nær allir tölvur til þess, en undanfarinn áratug hefur ör útbreiðsla snjalla breytt því verulega.

Sem sjá má að ofan stendur auglýsingasala á vefi til aflestrar á tölvum mjög í stað, en snjallsímaauglýsingar eru enn í blússandi sókn.