Snjallsímar eru alltaf við höndina, en sumum virðist notkunin raunar óhóflega mikil, beinlínis kækur hjá sumum. Og víst er um það að mörg öppin eru beinlínis hönnuð til þess að ónáða notandann, halda honum við efnið til þess að sjá nýjustu fréttir og nýjustu lolketti. En fólk er misviljugt að taka þá fram eftir aðstæðum og raunar sýna fyrri mælingar að það dregur fremur úr því en hitt, að fólk dragi símann upp hvenær sem og hvar sem er. Um það eru að myndast betri kurteisisvenjur, en eins kann útbreiðsla snjallúra, sem minna ber á, að hafa sín áhrif.