*

mánudagur, 21. janúar 2019
Fjölmiðlapistlar 23. júní 2018 09:01

Tölfræði fjölmiðla: Sókn félagsmiðla

Ritstjórn

Það hefur mikið verið fjallað um sókn félagsmiðla á undanförnum árum, ekki síst hvernig þeir hafa þrifist á kostnað hefðbundinna fjölmiðla og jafnvel gert út af við þá marga. Að ógleymdum áhyggjum af falsfréttum og óheillavænlegum samfélagsbreytingum ýmsum.

Samkvæmt rannsókn Pewstofnunarinnar vestanhafs er þó ekki gefið að vöxtur þeirra verði endalaus. Þeir eru vissulega enn að auka útbreiðslu sína, en mjög mismikið eftir löndum. Á Vesturlöndum virðist þannig endalokum vaxtarins náð, en þar liggur þorri tekna félagsmiðla. Enn sem komið er. Framhaldið verður fróðlegt.