*

mánudagur, 21. janúar 2019
Fjölmiðlapistlar 30. júní 2018 09:01

Tölfræði fjölmiðla: Traust og vantrú eftir skoðunum

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýverið var rannsakað traust til fjölmiðla almennt í nokkrum ríkjum Vestur-Evrópu og niðurstaðan svo metin með tilliti til skoðana svarenda. Þegar það var metið á hinum hefðbundna hægri-vinstri ási reyndist munurinn vera sáralítill. Þegar það var hins vegar flokkað eftir því hvort menn hölluðust að pópúlískum flokkum eða hinum hefðbundnari kom afgerandi munur í ljós. Traust á fjölmiðlum er mjög mismikið eftir löndum, en vantraust pópúlistanna víðast hvar miklum mun meira en hjá hinum.