Ef litið er til bókaútgáfu á Íslandi á undanförnum árum sést að þó að veltan hafi dalað nokkuð undanfarin ár, þá hefur bókaútgáfa samt sýnt verulegt viðnám á öld nýrra miðla og aukinnar alþjóðlegrar samkeppni um dægradvöl.

Sem sjá má er veltan mjög mismikil eftir árshlutum, en engum þarf að koma á óvart að hún sé mest fyrir jólin. Á tímabilinu að ofan var hún að jafnaði um 34% ársveltunnar, en hlutfallið hefur aukist talsvert hin síðari ár. Það var um 30% fyrri hluta tímabilsins en er um og yfir 40% síðustu ár. Spáin í ár, miðað við veltuna á fyrri árshelmingi, bendir til frekari aukningar þessi jól.