*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 2. september 2017 09:01

Tölfræði fjölmiðla: Virkni og virkjun virkra

Samkvæmt athugun Pew-stofnunarinnar eru allir fjölmiðlar vestanhafs með opinbera viðveru á Facebook og Twitter, langflestir á Youtube og Instagram, en mun færri hafa tileinkað sér Snapchat.

Ritstjórn

Fjölmiðlar þurfa að hafa allar klær úti í samkeppni um athygli almennings og á netöld er nauðsynlegt að ná beinni tengingu við lesendur til að vekja og viðhdalda áhuga þeirra.

Félagsmiðlar eru sérdeilis góðir til þess arna, en samkvæmt athugun Pew-stofnunarinnar eru allir fjölmiðlar vestanhafs með opinbera viðveru á Facebook og Twitter, langflestir á Youtube og Instagram, en mun færri hafa tileinkað sér Snapchat.

Hitt er ekki síður athyglisvert, hve fréttabréf (reglubundinn tölvupóstur) eru algeng leið til þess að virkja lesendur. Notkunin á Apple News appinu er jafnframt gríðaralgeng og viðbótarefni í hlaðvarpi mjög vinsælt (ekki síst í ferðum í og úr vinnu). Loks eru það athugasemdir við fréttir og greinar, en 61% miðla leyfir þeim virku að sprikla. Með misjöfnum árangri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim