Forsetakosningarnar taka menn og miðlar mismikið inn á sig. Þeim hefur sumum verið legið á hálsi fyrir fylgispekt við tiltekna frambjóðendur, að Moggi lofsyngi Davíð endalaust, Guðni sé leynilegur dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, Andri einn komist að í fréttabréfi vinstrigrænna í Bolungarvík og Halla sé óþægilega fyrirferðarmikil í Frjálsri verzlun.

Tölur fjölmiðlavaktar Creditinfo frá lokum febrúar, bera hins vegar með sér að slíkar fullyrðingar séu rangar.

Andri er – miðað við fylgi – einkennilega fyrirferðarmikill í miðlunum öllum, Fréttatíminn og RÚV gefa öllum rými, líka smælingjunum, Stöð 2 og Bylgjan hunsa Davíð og Guðni er í alveg sérstölu uppáhaldi hjá 365 miðlum. Svona miðað við hina, en engan veginn í takt við fylgi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .