Coca-Cola í Bandaríkjunum hefur hækkað verð á Coke og öðrum gosdrykkjum í kjölfarið á tollahækkunum stjórnvalda á ál og stál. 10% tollur á innflutt ál hefur gert það að verkum að framleiðsluverð á Coke-dósum hefur hækkað. Þetta kemur fram í frétt CNN .

Forstjóri félagsins, James Quincey, sagði á símafundi með greiningaraðilum og fjárfestum á miðvikudag að hækkunin væri erfið en nauðsynleg. Samkvæmt talsmanni félagsins mun það verða sett í hendurnar á smásölum hvort þeir velti hækkunum út í verðlag eða ekki.