*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 29. júlí 2018 12:34

Tollar hækka verð á Coke

Tollar á innflutt ál í Bandaríkjunum hefur hækkað framleiðsluverð á Coke og öðrum gosdrykkjum vestanhafs.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Coca-Cola í Bandaríkjunum hefur hækkað verð á Coke og öðrum gosdrykkjum í kjölfarið á tollahækkunum stjórnvalda á ál og stál. 10% tollur á innflutt ál hefur gert það að verkum að framleiðsluverð á Coke-dósum hefur hækkað. Þetta kemur fram í frétt CNN.

Forstjóri félagsins, James Quincey, sagði á símafundi með greiningaraðilum og fjárfestum á miðvikudag að hækkunin væri erfið en nauðsynleg. Samkvæmt talsmanni félagsins mun það verða sett í hendurnar á smásölum hvort þeir velti hækkunum út í verðlag eða ekki. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim