*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 29. október 2018 18:09

Tollastríð veldur skattalækkunum

Bandarísk bílafyrirtæki hafa hækkað í verði í kjölfar tillagna kínverskra stjórnvalda að helminga skatt á bílakaup.

Ritstjórn
Gengi stærsta bílafyrirtækis Bandaríkjanna, General Motors hækkaði í dag við fréttir af mögulegri skattalækkun á bíla í Kína.
european pressphoto agency

Hlutabréfaverð í bandarískum bílafyrirtækjum hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir fréttir um að kínversk stjórnvöld íhugi að lækka sérstakan skatt á bílakaup úr 10% í 5%.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um hafa tolladeilur Bandaríkjanna og Kína sífellt harðnað undanfarið en meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt er hve lítið Kínverjar kaupa af bandarískum vörum.

Hefur minnkandi eftirspurn vegna tollanna sem Bandaríkin hafa sett á innflutning frá Kína haft áhrif á kínverskan bílaiðnað og er það sögð ástæðan fyrir tillögunni um skattalækkun að því er Reuters segir frá.

Engin ákvörðun hefur verið tekin enn um skattalækkunina en þróunar og umbótaráð ríkisins hefur sett fram áætlun um málið að því er Bloomberg segir frá. Aðgerðin næði þó einungis til bifreiða sem hefðu ekki stærri vél en 1,6 lítra. Áður hefur komið fram að samband bílasala í Kína hafi lagt fram samhljóða tillögur.

Hækkaði gengi bréfa General Motors, sem er stærsti bandaríski bílaframleiðandinn í kjölfarið um allt að 5% þegar verðið náði 34,30 Bandaríkjadölum. Þegar þetta er skrifað hefur aðeins dregið úr hækkuninni og nemur hún 3,43% og er gengi bréfanna 33,75 dalir.

Einnig hækkaði .SXAP bílavísitalan í Evrópu eftir að áætlunin kom fram. Hækkaði gengi BMW, Volkswagen og Daimler AG um tíma á milli 4,3 og 4,9%. Gengi bréfa BWM er nú 76,40 evrur sem er 1,84% hækkun, bréf í Volkswagen eru nú á 142,42 evrur eftir 4,05% hækkun og Daimler AG um í 52,43 evrum eftir 2,06% hækkun.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim