*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 22. febrúar 2016 11:12

Tollvernd færð aftur um 21 ár

Búvörusamningar ríkisstjórnarinnar miða að því að gera raunverð osta, undanrennu- og mjólkurdufts eins og það var 1995.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Búvörusamningur um starfssemi nautgriparæktar sem ríkisstjórnin undirritaði fyrir helgi veitir ostaframleiðendum aukna tollvernd og hefur það að markmiði að gera raunverð hið sama og gilti í júní 1995. Frá þessu er sagt á vef Félags atvinnurekenda (FA).

Þá var tímapunkturinn 1995 valinn vegna þess að þá tók GATT-samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, eða WTO, gildi á Íslandi. Þar til þá hafði verið bannað að flytja inn hinar ýmsu búvörur en með gildistökunni var innflutningurinn leyfður. Í stað innflutningsbanns komu þá tollar, sem voru að sögn FA nægilega háir til að varna mönnum frá því að láta sér detta í hug að hefja innflutning í viðskiptaskyni.

FA spyr í grein sinni um málið hvort ekki sé skynsamlegt að uppreikna um leið innflutningsheimildir á lægri tollum sem miðuðust við 5% af innanlandsneyslu eins og hún var 1986-1988 þegar GATT-samningurinn fyrrnefndi tók gildi. Þá væri til að mynda hægt að flytja inn tæplega 300 tonn af osti á lægri tollum í stað þeirra rúmlega 100 sem leyfilegt er að flytja inn undir núverandi tollaskilyrðum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim