Thorsil mun greiða töluvert 40 dali fyrir hverja megavattstund sem notuð verður í kísilmálsverksmiðju sem félagið ætlar að byggja i Helguvík. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Thorsil hefur gert samninga við HS-orku og Landsvirkjun um orkuöflun og orkuflutning fyrir verksmiðjuna, en ofan á kaupverð bætist kostnaður við orkuflutning sem mun nema um sex til sjö dölum.

Meðalverð til iðnaðar er samkvæmt ársskýrslu Landsvirkjunar 25,9 dali fyrir hverja metawattstund, en þetta verð er reiknað með flutningskostnaði. Samkvæmt frétt Morgunblaðiðs mun heildarkostnaður Thorsil vegna raforkukaupa nema 4 milljörðum á ári.