*

fimmtudagur, 22. nóvember 2018
Erlent 14. ágúst 2014 11:01

Töluvpósturinn truflar ekki fríið

Starfsmenn Daimler geta nýtt sér þjónustu "Mail on Holiday" sem eyðir öllum tölvupóstum sem þeir fá í fríi.

Ritstjórn

Starfsmenn fyrirtækisins Daimler í Stúttgart geta nú notið sumarfrísins án þess að fá endalaust af tölvupóstum sem truflar þá. Fyrirtækið hefur boðið yfir 100.000 af starfsmönnum sínum "Mail on Holiday" þjónustu sem eyðir öllum tölvupóstum sem sendir eru á viðkomandi aðila. Sendandinn fær skeyti til baka sem segir honum að aðilinn hafi ekki fengið póstinn og býður honum að hafa samband við einhvern annan. Þannig geta starfsmenn Daimler snúið aftur til vinnu að fríi loknu án þess að vera með troðfullan tölvupóst.

Mikið hefur verið unnið að því í Þýskalandi að undanförnu að passa upp á að starfsmenn taki sér frí frá vinnu, sinni einkalífi sínu og vinni ekki yfir sig. Árið 2011 ákváðu forsvarsmenn Volswagen að hætta að senda starfsmönnum sínum tölvupósta í BlackBerry síma þeirra á kvöldin.

Stjórnendur Deutsche Telekom ákváðu að hætta að senda starfsmönnum sínum tölvupósta á kvöldin, um helgar og í fríi. Ef þeir senda tölvupósta á þeim tímum er starfsmönnum ekki skylt að svara. Atvinnumálaráðuneyti Þýskalands hefur einnig hvatt stjórnendur til að hætta að senda starfsmönnum sínum töluvpósta og að hringja í þá utan vinnutíma nema í neyð.

Stikkorð: Þýskaland Daimler tölvupóstar