Vefsíða bandaríska bankans Chase Bank lá niðri í einn og hálfan tíma í gær vegna árásar tölvuþrjóta. Í frétt CNBC segir að JPMorgan Chase hafi sagt að um svokallaða denial of service árás að ræða, sem gjarnan felst í því að þrjótarnir láta fjöldamargar tölvur, sem þeir ráða yfir, óska allar í einu og í sífellu eftir upplýsingum frá vefsíðunni sem ráðist er á. Venjulega leiðir þetta til þess að viðkomandi netþjónn gefst upp og síðan fellur niður.

Hópur sem kallar sig al-Qassam Cyber Fighters lýsti yfir ábyrgð á árásinni, en fyrir nokkrum mánuðum sagðist hópurinn ætla að ráðast á nokkra bandaríska banka, þar á meðal Bank of America og Citibank. Ástæðan er sögð vera sú að Bandaríkjastjórn neitaði að fjarlægja myndband af Youtube sem hópurinn telur móðgandi við íslamstrú.