JPMorgan Case & Co. hefur gert þriggja ára samning við Virtu Financials. Virtu sérhæfir sig í framleiðslu á stafrænum verðbréfalausnum. JPMorgan mun nota tækni frá Virtu til þess að gera ríkisskuldabréfasviðið sitt sjálfvirkt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Virtu Financials.

Fyrirtæki á borð við Virtu hafa verið í mikilli sókn, og hefur sjaldan verið fjárfest meira í fjármálatækni. Virtu er tengt yfir 235 mörkuðum í 36 löndum og stundar viðskipti með rúmlega 12.000 fjármálagerninga. Félagið fór á markað árið 2015, en það var stofnað árið 2008 af Vincent Viola. Samkvæmt ársreikningi seinasta árs, var félagið með rúmlega 796 milljónir Bandaríkjadala í tekjur.