Sex einstaklingar gáfu kost á sér til stjórnarsetu í Icelandair Group, en aðeins fimm hlutu brautargengi. Niðurstöður kosninganna frá aðalfundi Icelandair Group á Hilton Reykjavik Nordica liggja nú fyrir og er því ljóst að allir nema Tómas A. Tómasson, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hafi hlotið sæti í stjórn.

Stjórnina skipa því:

  • Ásthildur Margrét Otharsdóttir : Situr í stjórn Icelandair Group og starfar sem sjálfstæður ráðgjafi. Ásthildur vann meðal annars hjá Össuri og Kaupþing.
  • Georg Lúðvíksson: Stofnaði Meniga árið 2009 og er starfandi forstjóri fyrirtækisins. Hefur meðal annars unnið hjá LazyTown.
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir: Situr í stjórn Icelandair Group. Katrín Olga er stjórnarformaður Já ehf. og er formaður Viðskiptaráðs.
  • Ómar Benediktsson: Ómar er framkvæmdastjóri Farice. Hann sat í stjórn Icelandair fram til ársins 2008.
  • Úlfar Steindórsson: Nýr formaður stjórnar Icelandair Group. Forstjóri Toytota á Íslandi.

Þess má geta að Tómas spilaði Brown Sugar eftir The Rolling Stones er hann labbaði upp í pontu.