*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 10. maí 2017 20:30

Töpuðu tveimur milljörðum dala

Hluthafar Snap Inc. geta búist við miklum lækkunum í fyrramálið. Félagið tapaði 2,2 milljörðum dala á fyrsta fjórðungi ársins.

Ritstjórn
epa

Mikil eftirvænting var eftir útboði Snap Inc. í apríl en bréfin tóku talsverðan kipp þegar félagið var tekið til viðskipta.

Gengi bréfanna hefur þó lækkað umtalsvert upp á síðkastið og var loka gengi dagsins í dag rétt fyrir neðan 23 dala mörkin.

Nýjasta uppgjör Snap Inc. hefur svo líklegast runnið illa ofan í fjárfesta, því samkvæmt Google finance geta hluthafar búist við nær 24% lægra verði í fyrramálið.

Félagið tapaði 2,2 milljörðum dala á þessum fyrsta fjórðungi. Félagið seldi fyrir nær 149,6 milljónir dala, sem var langt undir væntingum greiningaraðila.

Facebook hefur í raun og veru sent út stríðsyfirlýsingu og ætlar sér hálfpartinn að útrýma félaginu sem þeim tókst ekki að taka yfir á sínum tíma með þriggja milljarða dala tilboði.

Erfitt er að segja hvort að sú þraut muni takast, en nú þegar hafa sést merki um það að notendafjölgun sé farin að hæga á sér.

Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs fjölgaði notendum um 62,8%, á fjórða fjórðungi ársins 2016 fjölgaði notendum svo um 47,7% en á þessum fyrsta fjórðungi 2017 jukust notendur um aðeins 36,1%.

Stikkorð: Uppgjör Fall Snap
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim