Franska fyrirtækið Total SA hefur samþykkt að kaupa olíu og gashluta starfsemi A.P.Moller-Maersk A/S á 4,95 milljarða Bandaríkjadali, eða sem samsvarar 534 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg .

Fær danska fyrirtækið Maersk upphæðina greidda með 97,5 milljón hlutabréfum í Total, en auk þess mun franska fyrirtækið taka yfir skuldir Maersk að andvirði 2,5 milljarða dala. Mun samruninn verða á fyrsta ársfjórðungi næsta árs, og verður Maersk í kjölfarið eigandi af um 3,75% af hlutafé Total.