fimmtudagur, 11. febrúar 2016
Innlent 2. júlí 2012 12:04

Toyota afhenti fyrsta bílinn á nýjum stað

Bílaumboðið Toyota er flutt úr Kópavoginum í Garðabæ. Öll starfsemi fyrirtækisins er komin undir eitt þak.

Ritstjórn

Bílaumboðið Toyota afhenti fyrsta bílinn í nýjum höfuðstöðvum þess í Kauptúni 6 í Garðabæ í morgun. Það var Björn Friðrik Svavarsson sem tók við lyklunum að fagurrauðum nýjum Yaris Hybrid úr höndum Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Toyota að umboðið hafi flutt alla starfsemi sína frá Kópavogi í Garðabæinn við hlið Ikea. Með flutningnum sé stigið stórt skref í átt að betri þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins þar sem öll starfsemin sé komin undir eitt þak. 

Í Kauptúni verður sala á nýjum og notuðum Toyota- og Lexusbifreiðum, auka- og varahlutaverslun, bílaverkstæði, málningar- og réttingaverkstæði, bílaþvottur og hraðþjónusta sem sinnir smurþjónustu og þjónustuskoðunum auk annarrar starfsemi sem
tilheyrir þjónustu fyrirtækisins.

Á myndinni eru frá vinstri Björn Friðrik Svavarsson, Úlfar Steindórsson, Haraldur Þór Stefánsson, Kristinn J. Einarsson og Gunnar Þór Eggertsson.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.