Árið 2016 sló Volkswagen sölutölur Toyota og telst þýski bílarisinn því selja flesta bíla á hverju ári í heiminum.

Toyota spáir því þó að sala muni aukast talsvert á árinu, þökk sé veikingu jensins. Þetta kemur fram á vef BBC.

Samkvæmt nýjustu spám mun sala á fyrstu þremur mánuðum ársins nema allt að 1700 milljörðum jena, eða um 15,1 milljarði Bandaríkjadala. Fyrri spár félagsins gerðu ráð fyrir um 1550 milljón jena sölu.

Fyrirtækið hefur einnig verið í viðræðum við Suzuki og er því ekki ólíklegt að bílamarkaðurinn muni sjá fyrirtækin vinna saman að hátæknibúnaði sem á að auka öryggi viðskiptavina og annara í umferðinni.

Greiningaraðilar eru spenntir fyrir hugsanlegu samstarfi milli Suzuki og Toyota. Samstarfið gætti gefið Suzuki aðgengi að tækni Toyota og þá myndi Toyota jafnframt geta grætt á markaðsstöðu Suzuki á Indlandi.