Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hittir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í Hvíta húsinu í dag. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið það út að þau styðja ekki lengur svokallaða tveggja ríkja lausn í Ísrael-Palestínu deilunni. Þetta kemur fram í frétt AFP fréttaveitunnar .

Bandaríkin vilja ekki lengur til með að skipta sér af viðræðum Ísraels og Palestínu hvað málið varðar en vonast til þess að deiluaðilarnir geti fundið lausn, að sögn háttsetts bandarísks embættismanns, sem vildi þó ekki láta nafns síns getið.

Þetta er talsverð stefnubreyting, þar sem að Bandaríkjamenn hafa löngum talað fyrir tveggja ríkja lausn á deilunni. Það á bæði við um þegar Demókratar eða Repúblikanar hafa verið við stjórnvölinn. En síðan seint í seinasta mánuði hefur Trump viljað leggja áherslu á vinskap Bandaríkjanna við Ísrael. Einnig er líklegt að Trump vilji fjarlægja sig frá stefnu Barack Obama í málinu.

Háttsettur embættismaður í Ramallah, Palestínu, sagði að stefnubreytingin væri út í hött og að Bandaríkjamenn gætu ekki einfaldlega gefið frá sér slíkar tilkynningar án þess að stinga upp á annarri lausn.