Í kosningabaráttunni fyrir bandarísku forsetakosninganna, hefur Donald Trump, farið miklu fram og lofað því að endursemja um milliríkjaviðskipti við hina ýmsu aðila, þar á meðal við Kínverja. Fyrrum ráðgjafi George W. Bush, sagði í viðtali við BBC að möguleiki væri á því að Donald Trump myndi snúast hugur um þessi loforð.

Trump hélt því meðal annars fram í kosningarbaráttu sinni að hann vildi umbreyta viðskiptum Bandaríkjanna við Kína og innleiða 45% toll á kínverskar vörur. Pippa Malgren sem var einn helsti efnahagsráðgjafi Bush yngri, segir að Trump vilji að öllum líkindum að Bandaríkin verði opin fyrir viðskiptum.

Kínverjar eru mikilvægustu viðskiptaaðilar Bandaríkjanna þegar kemur að vörum og til að mynda viðskipta milli ríkjanna 15,4% af milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna. Þar fylgdu fast á eftir viðskipti við Mexíkó og Kanadamenn.