*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Erlent 21. ágúst 2018 10:39

Trump ósáttur við stýrivaxtahækkun

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnti í gær að hann væri „ekki sáttur“ við þá ákvörðun Seðlabanka landsins að hækka stýrivexti.

Ritstjórn
Á síðasta ári var Jerome Powell skipaður seðlabankastjóri í stað Janet Yellen en hún gegndi embættinu frá 2014 til 2018.
Aðsend mynd

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnti í gær að hann væri „ekki sáttur“ við ákvörðun Seðlabanka landsins að hækka stýrivexti. Sagði hann að mikilvægt væri að bankinn hjálpaði sér við að þenja út hagkerfi landsins. Í kjölfar ummæla Trump tóku hlutabréf í Bandarískum fyrirtækjum dýfu. 

Það er afar fágætt að bandarískir forsetar gagnrýni stefnu Seðlabanka landsins þar sem sjálfstæði bankans hefur verið gífurlega þýðingarmikið fyrir efnahagslegan stöðugleika landsins.

Forsetinn sagði einnig í samtali við fréttaveituna Reuters að yfirvöld í Kína sem og í Evrópuþjóðunum reyni ítrekað að hafa áhrif á gjaldmiðil landsins með kænskubrögðum.

Á síðasta ári var Jerome Powell skipaður seðlabankastjóri í stað Janet Yellen en hún gegndi embættinu frá 2014 til 2018. 

Forsetinn sagði að kröftugar samningaviðræður væru hafnar við aðrar þjóðir sem varða viðskiptahagsmuni landsins og hann vilji „vinna“ þær viðræður, en til þess sé afar mikilvægt að hann hafi fullan stuðning Seðlabanka landsins. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim