*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 15. júní 2018 10:39

Trump ræðst til atlögu

Þessi aðgerð Trump er líkleg til að gera samskiptin milli Kína og Bandaríkjanna enn stirðari.

Ritstjórn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
epa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að leggja tolla á 50 milljarða dollara af kínverskum útflutningsvörum sem fluttar eru inn í Bandaríkin. Þetta kemur fram á vef CNN.

Búist er við því að þessi ákvörðun verði tilkynnt formlega í dag. Trump samþykkti þessar aðgerðir eftir fund með Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, Wilbur Ross viðskiptaráðherra og Robert Lighthizer, viðskiptamálaráðherra. Umræddur fundur fór fram í gær.

Þessi aðgerð Trump er líkleg til að gera samskiptin milli Kína og Bandaríkjanna enn stirðari, en löndin hafa staðið í deilum um viðskiptasamninga sín á milli um nokkurt skeið.

Fréttir frá Kína herma að kínversk yfirvöld muni bregðast við þessu með því að leggja tolla á jafn háa upphæð af útflutningsvörum sem Bandaríkin flytja inn til Kína, til dæmis bíla, flugvélar og soya baunir. 

Stikkorð: Bandaríkin Kína Donald Trump Bandaríkin Kína
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim