*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 2. ágúst 2017 15:24

Trump skrifar undir með semingi

Donald J. Trump Bandaríkjaforseti skrifaði með semningi undir nýjar viðskiptaþvinganir á hendur Rússa.

Pétur Gunnarsson
epa

Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir lög sem samþykkt voru af bæði efri og neðri deild þingsins sem kveða á um nýjar viðskiptaþvinganir á Rússland. Öldungardeild þingsins samþykkti löggjöfina í síðustu viku með yfirgnæfandi meirihluta. Þvinganirnar eru settar á til þess að refsa Rússum fyrir afskiptum þeirra af kosningunum í Bandaríkjunum og fyrir innlimun þeirra á Krímeuskaga. Reuters greinir frá. 

Trump, sem vildi ólmur bæta samskipti Bandaríkjanna við Rússland, hefur að öllum líkindum þurft að skrifa undir lögin með semningi. Með í nýju löggjöfinni fylgja nýjar viðskiptaþvinganir á Íran og Norður-Kóreu. Ef að Trump hefði neitað að skrifa undir, hefði þingið getað virt það að vettugi, í ljósi þess hversu mikill meirihluti studdi löggjöfina nýju.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, sagði að Trump trúði því ekki að slíkar þvinganir myndu hjálpa málstað Bandaríkjanna í samskiptum við Rússa. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttamenn að undirskriftin sýndi fram á samstarfsvilja Trumps og þingsins.

Rússneska rúblan veiktist lítillega í kjölfar þess að Trump skrifaði undir löggjöfina.  

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim