*

sunnudagur, 19. maí 2019
Erlent 14. september 2018 11:47

Trump segir „engan þrýsting“ um að semja

Trump segir engan þrýsting á Bandaríkjunum að semja við Kína um að láta af álagningu nýrra tolla. Þrýstingurinn sé á Kína.

Ritstjórn
Milliríkjaviðskipti hafa verið Trump ansi hugfengin frá því hann tók við forsetaembættinu, sem og í kosningabaráttunni.
epa

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stjórnvöld í Washington ekki vera undir neinni pressu um að ná viðskiptasamningi við Kína, en fregnir herma að viðræður um að hætta við þriðju lotu bandarískra tolla kunni að vera í uppsiglingu.

Yfirvöld í Kína eru sögð hafa tekið vel í viðræðuboðið og sagt löndin vera að ræða nánari útfærslu, samkvæmt frétt BBC um málið.

„Það er enginn þrýstingur á okkur að semja við Kína, þrýstingurinn er á þeim að semja við okkur,“ sagði Trump í tísti í gær. „Það er mikill uppgangur á mörkuðum okkar, þeirra eru í frjálsu falli.“

Samanlagt hafa Bandaríkin og Kína lagt tolla á um 5.600 milljarða króna virði af milliríkjaviðskiptum sín á milli það sem af er árinu, og neikvæðra áhrifa er þegar farið að gæta; fyrst og fremst hjá bílaframleiðendum.

Trump sagðist í síðustu viku geta lagt tolla á 23 þúsund milljarða til viðbótar „von bráðar“, og aðra 30 þúsund milljarða stuttu síðar. Yrði af báðum aðgerðum væru nýjir tollar komnir á svo til allan útflutning Kína til Bandaríkjanna.

Stikkorð: tollar Trump
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim