*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 7. júlí 2017 16:16

Trump segir kúgunum ekki verða beitt

Bandaríkjaforseti heitir því að nýta ekki innflutning á náttúrulegu gasi til Evrópuríkja sem kúgunartæki líkt og Rússar hafa gert.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Á sama tíma og Pólverjar nýttu heimsókn Donald Trump forseta Bandaríkjanna til landsins og tilkynntu um áætlun sína að losa sig undan því að vera háð innflutningi eldsneytis frá Rússlandi, tilkynntu Ungverjar um þveröfuga stefnu.

Ungverjar skrifuðu undir samstarfssamning við rússneska orkurisann OAO Gazprom um aðgang að nýjum jarðgasleiðslum sem verið er að byggja, en þær liggja í gegnum Tyrkland til Búlgaríu, Rúmeníu og áfram til Evrópu. Bloomberg segir frá.

Gasleiðslurnar sem eiga að vera komnar í gagnið við lok ársins 2019 sneiða fram hjá Úkraínu, og segir utanríkisráðherra Ungverjalands, Peter Szijjarto þetta einu raunhæfu lausnina til að tryggja fjölbreyttari orkuöflun fyrir landið. Nýi samningurinn mun þó ekki á neinn hátt draga úr því hve háð landið er orku frá Rússlandi, enda kemur mest allt jarðgasið sem notað er til orkuframleiðslu þangað frá Rússlandi, í gegnum Úkraínu.

Sagði utanríkisráðherrann aðra ástæðu fyrir samkomulaginu tafir Rúmena og Króata að tengja orkunet sín við Ungverjaland. Á sama tíma eru Pólverjar að semja um innflutning á náttúrulegu gasi frá Bandaríkjunum sem komið verður í vökvaform með þar til gerðum þrýstingskútum. 

Er það liður í áætlunum landsins að losna undan núgildandi samningum við Gazprom þegar núverandi samningur rennur út árið 2022.

Trump lofar að Bandaríkin beiti ekki kúgunum

Fagnaði Trump samkomulaginu sem og áætlunum Króata um innflutningshöfn fyrir náttúrulegt gas við Adríahafið, og nýju skipi Litháa sem getur umbreytt gasinu þar sem það er staðsett í höfninni í Klaipedia, svo landið losni undan því að treysta á 2,7 milljarða rúmmetra af gasi frá Rússlandi á hverju ári.

Hvatti Trump jafnframt önnur austur-evrópsk ríki til að kaupa gas sitt frá Bandaríkjunum, og hét því að Bandaríkin myndu aldrei nota gasið til að kúga ríkin.

Nýta gasið sem kúgunartæki 

Austurhluti Úkraínu þurfti að búa við að Rússar drægu úr innflutningi þangað bæði árin 2006 og 2009, en eftir hernám Rússa á Krímskaganum árið 2015 hefur Úkraína hætt kaupum á gasi frá Rússlandi. Ungverjaland hefur þvert á mörg önnur ríki Evrópu ýtt á aukin samskipti við Rússland og að dregið verði úr viðskiptaþvingunum við landið.

Jafnframt bendir utanríkisráðherrann á að önnur lönd væru einnig að auka tengingar sínar við Rússland og nefndi þar með talið Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að tengja Rússland og Þýskaland um Eystrasaltið. Hafa Pólverjar lýst sig andsnúna þeim áformum því þeir óttast að þá verði hægt að skera á innflutning til landsins án þess að það hafi áhrif á nágranna sína í vestri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim