*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 10. febrúar 2018 15:04

Trump skilar Össuri stórfé

Skattalækkanir Donalds Trump og Emmanuels Macron skiluðu Össuri 600 milljónum ábata í fyrra.

Ingvar Haraldsson
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Eva Björk Ægisdóttir

Skattalækkanir Donalds Trump og Repúblikana í Bandaríkjunum og Emmanuels Macron forseta Frakklands skiluðu stoðtækjaframleiðandanum 6 milljónum dollara, um 600 milljónum króna ábata á síðast ári, samkvæmt uppgjöri Össurar fyrir árið 2017.

Þetta lækkaði virkt skatthlutfall Össurar úr 25% í 16% árið milli áranna 2016 og 2017. Össur býst við að virkt skatthlutfall fyrirtækisins verði á milli 23% og 24% á þessu ári.

Í uppgjörinu kemur fram að um einskiptishagnað sé að ræða og hann hafi ekki áhrif á greiðsluflæði félagsins. Skattalækkanafrumvarp Repúblikana í Bandaríkjunum, sem ber nafnið The Tax Cuts & Jobs Act, var samþykkt í Öldungadeild Bandaríkjaþings í desember síðastliðnum og fól í sér verulega lækkun á fyrirtækjaskatti í landinu. Gert er ráð fyrir að að bandaríska alríkið verði af 1.500 milljörðum dollara í tekjur næsta áratuginn vegna lagabreytingarinnar. Þá fór lækkun á fyrirtækjaskatti í Frakklandi einnig í gegnum franska þingið desember.

Skattalækkanir auka hagnað

 Hagnaður Össurar jókst úr 51 milljón dollara í 58 milljónir dollara og eða sem samsvarar 6,2 milljörðum króna. Munar þar mestu um hagstæðara skatthlutfall. Hagnaður fyrir skatta nam 68,4 milljónum árið 2016 og 68,7 milljónum dollara árið 2017. Hins vegar lækkar tekjuskattur úr 17 milljónum dollara í 11 milljónir dollara milli áranna 2016 og 2017. Sala Össurar á árinu 2017 jókst um 8% milli ára og hækkaði úr 521 milljón dollara í 569 milljónir dollara.

Stoðtækjasala óx um 9% sem var umfram áætlanir Össurar. Kostnaðarverð seldra vara hækkaði um 22 milljónir dollara, úr 192 milljónum í 214 milljónir dollara. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður úr 256 milljónum dollara í 280 milljónir dollara. EBIT fyrirtækisins nam 74,8 milljónum dollara árið 2017 en var 72,2 milljónir árið 2016.

Nánar fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Össur Trump Macron
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim