Ríkisstjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið að þrengja möguleika fyrirtækja í landinu til að flytja inn fólk í gegnum svokallað H-1B visa, sem ætlað er að auðvelda tæknilega menntuðu fólki að flytjast til landsins. Áður fyrr voru færri en 1 af hverjum 5 umsóknum endursendar með beiðnum um frekari upplýsingar en nú er hlutfallið komið upp í einn fjórða umsókna.

Samkvæmt frétt Wall Street Journal um málið virðist sem breytingarnar séu innan marka þess sem stjórnvöld geta skipað um án þess að farið sé í gegnum lagalegar breytingar í þinginu. Virðist sem sérstaklega virðist stefnan að loka fyrir misnotkun kerfisins og að flutt sé inn starfsfólk sem hafi litlu minni þekkingu en bandarískir verkamenn sem eru að keppa við þá hafa.

Þannig hafa umsóknir um lægst borguðu störfin sérstaklega verið undir smásjánni og eru starfsmennirnir spurðir ítarlega út í hvort þeir hafi þá sértæku menntunarkröfur sem gert er ráð fyrir í lögunum.

Aðrir sem hafa orðið fyrir áhrifum af breyttum áherslum stjórnvalda virðist vera hjúkrunarstarfsfólk sem eiga erfiðara með að fá innflutningsleyfi nú en áður, þótt engum reglum hafi formlega verið breytt enn um sinn. Þó virðist stefna í það að stjórn Trump hyggist breyta lögum og ákvörðunum stjórnar Obama sem losuðu töluvert um kröfur gagnvart innflytjendum.

Ákvörðun Obama um réttindi maka fyrir dómstólum

Til að mynda ákvörðun Obama um að auðvelda mökum þeirra sem fengu H-1B visa að sækja um vinnu í landinu, en sú breyting hefur verið kærð og er ekki búist við því að ríkisstjórn Trump haldi uppi vörnum í því máli, heldur breyti reglunum þess í stað.

Aðrar breytingar má nefna að nú geta þeir sem sækja um endurnýjun síns leyfis ekki gert ráð fyrir að njóta forgangs líkt og áður, sem og fleiri eru boðaðir í viðtöl en áður.