*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Erlent 7. júní 2017 12:18

Trump tilnefnir nýjan yfirmann FBI

Christopher Wray mun taka við af James Comey sem yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar.

Ritstjórn
epa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt lögmanninn Christopher Wray sem nýjan yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wray kemur að bandarískri stjórnsýslu en hann var aðstoðardómsmálaráðherra í ríkisstjórn George Bush frá 2003-2005.

Wray tekur við af James Comey sem Trump rak úr stöðu yfirmanns FBI fyrir rúmum mánuði síðan.