Hefðbundnir fjölmiðlar hafa átt í vök að verjast hin síðustu ár, þó nýju miðlarnir séu svo sem ekki með skotheldara rekstrarmódel.

Varla bætir úr skák víðtækt og vaxandi vantraust á fjölmiðlum. Að ofan má sjá þróun árlegrar traustsmælingar Gallups á fjölmiðlum vestanhafs, greint eftir aldri.

Sjá má ýmsar sveiflur, sem tengja má málum eins og hernaðinum í Írak, fjármálakreppunni, vonbrigðum ungs fólks með Obama og aukinni tortryggni í garð kerfisins.

Þar fyrir utan skipta stjórnmálaskoðanir verulegu máli hér, um helmingur demókrata treystir fjölmiðlum, en aðeins 11% repúblikana treystir þeim nokkuð eða mjög mikið. Sem skýrir hugsanlega traustshrunið á öld Trumpsins, þó ástæðurnar geti verið misjafnar.