*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 10. nóvember 2016 18:32

Trump vill bankamann sem fjármálaráðherra

Teymi Donald Trump falast eftir Jamie Dimon, sem er talinn einn af leiðtogum Wall Street, í sæti fjármálaráðherra.

Ritstjórn
epa

Einn af helstu ráðgjöfum Donald Trump hefur rætt við Jamie Dimon, sem er einn af forstjórum JPMorgan & Chase. Talið er líklegt að Trump vilji fá Dimon sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Þó er óvíst hvernig Dimon tók í tilboðið, en hann hefur áður gefið til kynna að hann vilji ekki taka sæti í ríkisstjórn. Dimon er álitinn einn af leiðtogum Wall Street og hefur áður verið nefndur í samhengi við ríkisstjórnarhlutverk. Trump hefur verið gífurlega gagnrýninn í garð Wall Street elítunnar og talað um Dimon sem „versta bankamann Wall Street.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim