*

föstudagur, 24. maí 2019
Erlent 9. maí 2019 14:10

Trump vill hækka tolla á Kína

Forseti Bandaríkjanna slær á vonir um að viðskiptasamningur við Kína verði undirritaður í bráð.

Ritstjórn
Margir óttast að Xi Jinping, forseti Kína, svari Donald Trump með því að hækka tolla á bandarískar vörur
epa

Ríkisstjórn Trump hefur boðað nýja tolla á vörur frá Kína og að núverandi tollar verði hækkaðir. Samhliða hafa væntingar markaðarins um að viðskiptasamningur milli þjóðanna verði undirritaður á næstunni orðið að engu, að því er Financial Times greinir frá. 

Hagsmunasamtök atvinnulífsins vestra hafa tekið illa í ákvörðun Trumps. US Council for International Business, sem talar fyrir hönd stærstu alþjóðlegra fyrirtæki Bandaríkjanna, gaf út yfirlýsingu þar sem áformin voru harðlega gagnrýnd. 

“Þegar Bandaríkin og Kína berjast, vinnur enginn, eins og glötuð tækifæri og vandræði síðastliðið ár staðafesta,” hefur FT eftir Peter Robinson, framkvæmdastjóra samtakanna. Hann reiknar með að Kína svari á sama veg og valda bandarískum fyrirtækjum í útflutningi miklum skaða.  

Stikkorð: Kína tollar Trump Kína
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim