*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 21. nóvember 2017 17:43

Trump vill hindra 9 þúsund milljarða kaup

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa kært kaup AT&T á Time Warner, en samningurinn er metinn á 85 milljarða Bandaríkjadala.

Ritstjórn
epa

Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur kært til að reyna að hindra kaup símafyrirtækisins AT&T á kvikmyndafyrirtækinu Time Warner, en bandarísk stjórnvöld segja að samruninn myndi gefa einu fyrirtæki of víðtæk yfirráð yfir breyttu fjölmiðlaumhverfi Bandaríkjanna.

Um er að ræða fyrstu meiriháttar aðgerðir stjórnvalda undir forystu Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn hringamyndun, en hann talaði oftsinnis gegn samrunanum í kosningabaráttu sinni. Þegar tilkynnt var um kaupin í október 2016 var samningurinn metinn á 85 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir 8.836 milljörðum íslenskra króna. 

Um er að ræða einn stærsta samning í fjölmiðlageiranum í sögunni, að því er Wall Street Journal greinir frá. Hlutabréf í báðum félögum eru sögð hafa lækkað í virði undanfarnar vikur, en tilkynnt var um dómsmálið í gær. Féll virði Time Warner um 1% í viðskiptum gærdagsins en AT&T hækkaði eilítið í virði.

Stikkorð: Donald Trump Time Warner AT&T