*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 14. september 2017 10:37

Tryggingafélögin hækka við opnun markaða

TM hefur hækkað um 4,24% það sem af er morgni en hin tryggingafélögin, Sjóvá og Vís hafa einnig hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þegar þetta er ritað, um klukkutíma eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni, hefur gengi bréfa TM hækkað um 4,24% í 96 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 31,95 krónur.

Hin tvö tryggingafélögin hafa einnig hækkað í kauphöllinni í fyrstu viðskiptum, en VÍS hefur hækkað um 1,91% í 92 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 10,15 krónur. Sjóvá hefur einnig hækkað í virði eða um 1,25% í 81 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 16,20 krónur

Stikkorð: Sjóvá TM tryggingafélög Vís