*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 14. september 2017 10:37

Tryggingafélögin hækka við opnun markaða

TM hefur hækkað um 4,24% það sem af er morgni en hin tryggingafélögin, Sjóvá og Vís hafa einnig hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þegar þetta er ritað, um klukkutíma eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni, hefur gengi bréfa TM hækkað um 4,24% í 96 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 31,95 krónur.

Hin tvö tryggingafélögin hafa einnig hækkað í kauphöllinni í fyrstu viðskiptum, en VÍS hefur hækkað um 1,91% í 92 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 10,15 krónur. Sjóvá hefur einnig hækkað í virði eða um 1,25% í 81 milljón króna viðskiptum og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 16,20 krónur

Stikkorð: Sjóvá TM tryggingafélög Vís
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim