*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 24. ágúst 2018 12:52

Tryggingafélögin lækka í Kauphöllinni

Tryggingafélögin þrjú TM, VÍS og Sjóvá hafa lækkað umtalsvert í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Tryggingarfélögin TM, VÍS og Sjóvá.
vb.is

Tryggingafélögin þrjú TM, VÍS og Sjóvá hafa lækkað umtalsvert í Kauphöllinni í dag. 

TM lækkaði um 3,8% í 38 milljóna króna viðskiptum, VÍS hefur lækkað um 2,5% í 70 milljóna króna viðskiptum og Sjóvá lækkaði um 2,3% í 44 milljóna króna viðskiptum. 

Þá hefur Skeljungur hækkað mest það sem af er degi eða um 1,38% í 135 milljóna króna viðskiptum. 

Flugfélagið Icelandair hefur lækkað um 1,74% í 113 milljóna króna viðskiptum. Þá hefur leigufélagið Heimavellir lækkað um 2,54% í 81 milljón króna viðskiptum. 

Stikkorð: Sjóvá TM VÍS
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim