*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 11. ágúst 2018 14:05

Tugprósenta hækkanir

Verð á sérbýli hefur hækkað um 45% á tveimur árum í Keflavík. Í Hveragerði hefur verð einnig hækkað mikið eða um 42%. Til samanburðar nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 33%.

Sveinn Ólafur Melsted
Verðið er langhæst á Seltjarnarnesi eða rúmlega 443 þúsund
Haraldur Guðjónsson

Á höfuðborgarsvæðinu er ódýrast að kaupa sérbýli í Hafnarfirði en dýrast á Seltjarnarnesi. Á landsbyggðinni er sérbýli dýrast á Akureyri en ódýrast á Ísafirði. Þetta kemur fram í upplýsingum úr verðsjá Þjóðskrár Íslands en þær upplýsingar byggja á þinglýstum kaupsamningum fasteigna.

Viðskiptablaðið skoðaði meðalverð á 100 til 400 fermetra sérbýli í nokkrum sveitarfélögum á fyrstu sjö mánuðum ársins. Einnig var skoðað hvert meðalverðið var á sama tímabili fyrir tveimur árum.

Á höfuðborgarsvæðinu er meðalfermetraverð rúmlega 383 þúsund krónur. Verðið er langhæst á Seltjarnarnesi eða rúmlega 443 þúsund en lægsta fermetraverðið er í Hafnarfirði, þar sem það er rúmlega 353 þúsund krónur. Samkvæmt þessu kostar því 200 fermetra sérbýli tæplega 89 milljónir króna á Seltjarnarnesi en rúmlega 70 milljónir í Hafnarfirði.

Á síðustu tveimur árum hefur verð á sérbýli hækkað um 33% á höfuðborgarsvæðinu. Mest hefur verðið hækkað í Mosfellsbæ eða um 35%, næstmesta hækkunin er í Reykjavík eða 34%. Verð á höfuðborgarsvæðinu hefur minnst hækkað í Kópavogi eða um 30%. Fermetraverðið hefur hækkað svipað mikið í sveitarfélögum innan höfuðborgarsvæðisins, eða á bilinu 30-35%.

Dýrast á Akureyri

Viðskiptablaðið skoðaði einnig verð á sérbýli í tíu sveitarfélögum á landsbyggðinni. Verðið er hæst á Akureyri, þar sem fermetrinn kostar tæplega 307 þúsund krónur. Næsthæsta verðið er í Hveragerði, en þar er fermetrinn á rúmlega 227 þúsund krónur. Lægsta fermetraverðið er á Ísafirði eða rúmlega 136 þúsund krónur. Miðað við þetta kostar 200 fermetra sérbýli um 61 milljón króna á Akureyri, í Hveragerði kostar það rúmlega 55 milljónir en á Ísafirði rúmlega 27 milljónir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á síðustu tveimur árum hefur verð á sérbýli á landsbyggðinni hækkað mest í Keflavík. Þar hefur fermetraverðið hækkað úr 178 þúsund krónum í 258 þúsund eða um 45%. Næstmesta hækkunin er í Hveragerði þar sem fermetrinn kostar nú 277 þúsund krónur en kostaði 195 þúsund fyrir tveimur árum.

Í einu sveitarfélagi hefur fermetraverð nánast staðið í stað á síðustu tveimur árum en það er í Vestmannaeyjum. Þar kostar fermetrinn 172 þúsund núna en kostaði rúmlega 166 þúsund fyrir tveimur árum. Fermetraverð á Egilsstöðum hefur hækkað um 12% á síðustu tveimur árum, en fermetraverð í þessum tveimur sveitarfélögum hefur hækkað áberandi minnst af þeim tíu sveitarfélögum sem skoðuð voru.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim