Ríflega tveggja milljarða króna túrbína HS Orku, sem var keypt árið 2010, stendur ennþá ónotuð inni á gólfi í Reykjanesvirkjun.

„Túrbínan var keypt árið 2010 og var hugsuð fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Túrbínan er háþrýstigufuhverfill sem var sérsmíðaður af Fuji í Japan fyrir HS Orku. „Hún var keypt til að afla orku fyrir samninginn við Norðurál í Helguvík. Sá samningur er ekki orðinn virkur,“ segir Ásgeir.

Meðan ágreiningur standi yfir um samninginn sé ólíklegt að hún verði tekin til notkunar að hans sögn, en þó sé félagið opið fyrir öðrum kostum við nýtingu hennar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .