*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 5. maí 2012 10:17

Tveggja milljarða gjaldþrot

Ekkert fékkst upp í 2 milljarða kröfur í þrotabú Norður íbúða ehf. Félagið hét áður Eykt íbúðir ehf. og byggði m.a. íbúðir í Grafarholti.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Ekkert fékkst upp í rúmlega tveggja milljarða kröfur í bú Norður íbúða ehf.. Félagið hét áður Eykt íbúðir ehf. og var annað tveggja dótturfélaga Holtasels sem á síðustu mánuðum hafa farið í þrot. Norður íbúðir ehf. byggðu meðal annars íbúðir í Grafarholti. Eigandi félaganna er Pétur Guðmundsson.

Engar eignir fundust í búi Norður íbúða ehf. en samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Erni Guðmundssyni, skiptastjóra þrotabúsins, var Íslandsbanki helsti kröfuhafi. Afskrifaðar skuldir námu 2,2 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan. 

Stikkorð: Eykt Norður íbúðir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim