Geiteyri ehf. nýtti forkaupsrétt að kaupum á helmingshlut Akurholts ehf. í Haffjarðarárá. Samkvæmt Morgunblaðinu í dag greiddi Geiteyri ríflega tvo milljarða króna fyrir jarðir, sem eiga um helming af veiðirétti í ánni. Fasteignir á þessum tilteknu jörðum fylgja með í kaupunum. Eftir viðskiptin á Geiteyri Haffjarðará að fullu og miðað við kaupverðið á helmingshlutnum þá er áin metin á fjóra milljarða króna.

Geiteyri er að fullu í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Akurholt er í eigu Einars Sigfússonar, sem meðal annars hefur haft umsjón með veiðileyfasölu í Norðurá. Einar hafði áður skrifað undir samning við félagið Dreisan ehf. Í hluthafasamkomulagi á milli Geiteyrar og Akurholts var aftur á móti kveðið á um forkaupsrétt, sem Óttar nýtti sér. Dreisan fór fram á lögbann á forkaupsréttinn en sýslumaður féllst ekki á það.

Óttar hefur undanfarið verið áberandi sem lögmaður Náttúruverndarfélagsins Laxinn Lifi og veiðiréttarhafa í málum gegn laxeldisfyrirtækjum.