*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 29. mars 2016 15:00

Tveir nýir vilja í stjórn HB Granda

Allir núverandi stjórnarmeðlimir í HB Granda bjóða sig aftur fram en auk þeirra vilja tveir nýir taka sæti í stjórn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Allir núverandi stjórnarmenn í HB Granda bjóða sig aftur til setu í stjórn félagsins.

Núverandi stjórn skipa Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdótti, Kristján Loftsson sem er jafnframt formaður stjórnar, Rannveig Rist og Þórður Sverrisson. Auk þeirra bjóða Albert Þór Jónsson og Anna G. Sverrisdóttir sig fram til setu í stjórninni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Stjórn HB Granda hefur einnig fengið kröfu frá Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að framkvæmd verði margfeldiskosning við stjórnarkjörið. Við margfeldiskosningu er gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri.

Stikkorð: Grandi HB
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim