Tveir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefðu kosið að lækka vexti um 0,5 prósentur við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar að því er kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar í júní. Seðlabankastjóri lagði til um að vextir bankans yrðu lækkaðir um 0,25 prósentur, og varð sú hugmynd ofan á. Hægt er að lesa greinina hér.

Peningastefnunefnd var sammála um að traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmið og hækkun gengis hefðu gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika á lægri vöxtur en ella. Einnig voru nefndarmenn sammála um að aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum myndi ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.

Allir nefndarmenn voru sammála um að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kölluðu á áframhaldandi peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til lengri tíma litið. Enn fremur horfði nefndin til þess að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma höfðu lækkað áfram frá síðasta fundi peningastefnunefndar og raunvextir bankans því hækkað.