Fjölbreytni og samkeppni á fjölmiðlamarkaði er mörgum keppikefli og beinlínis yfirlýst markmið fjölmiðlalaga. Þegar litið er á mælingar blasir þó við að um fjölbreytnina má deila og samkeppnina ekki.

Á útvarpsmarkaði er ekki einu sinni fákeppni, það er tvíkeppni eða tvíokun. Þar hefur ríkið lið­ lega helming allrar hlustunar, en 365 nánast allan afganginn

Það þarf ekki að koma verulega á óvart, Ríkisútvarpinu er nánast tryggð þessi hlutdeild með lögum og fjárveitingum, en útvarpsveldi 365 byggist að mestu á langvinnum styrk Bylgjunnar (mest á höfuðborgarsvæðinu) og ekkert athugavert við þann árangur.

Sé fjölbreytni og samkeppni markmiðið er ljóslega eitthvað ekki að virka sem skyldi.