*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 6. október 2013 17:42

Tvö ár frá andláti Jobs

Tim Cook vinnur hörðum höndum að viðhalda skriðþunga Apple.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Í gær voru 2 ár frá því að Steve Jobs féll frá eftir baráttu við krabbamein. Tim Cook, áður hægrihönd Jobs, hefur haft nóg að gera að reyna að viðhalda skriðþunga Apple eftir næstum áratugs tímabils af viðsnúningi fyrirtækisins og nýsköpun.

Það hefur ekki verið auðvelt verk enda umbylti Apple mörgum mörkuðum og iðnuðum undir stjórn Jobs. Meðal þeirra eru tónlist-, farsíma- og tölvuiðnaðinum.

Saman gerðu þeir Apple 440 milljarða dollara virði. Virði hlutabréfa Apple lækkaði um fjórðung á árinu og hafa margir talið að bestu dagar fyrirtækisins séu liðnir. Þó hefur nýja uppfærslan af iPhone vakið miklar vinsældir og ásamt hinum nýja iPhone C. Fyrirtækinu vegnar einnig vel á spjaldtölvumarkaðinum en iPad er með mestu markaðshlutdeildina. Samsung hefur þó veitt fyrirtækinu harða samkeppni með Galaxy-símunum.

Forstjórinn sendi starfsmönnum Apple tölvupóst daginn áður en tvö ár voru liðin frá andláti Jobs:

Team-

Tomorrow marks the second anniversary of Steve’s death. I hope everyone will reflect on what he meant to all of us and to the world. Steve was an amazing human being and left the world a better place.I think of him often and find enormous strength in memories of his friendship, vision and leadership. He left behind a company that only he could have built and his spirit will forever be the foundation of Apple. We will continue to honor his memory by dedicating ourselves to the work he loved so much. There is no higher tribute to his memory. I know that he would be proud of all of you.
Best,

Tim

Einnig minntist Tim vinar síns á Twitter:

Stikkorð: Apple Steve Jobs Tim Cook
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim