*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 4. desember 2017 10:26

Tvöfalda sjókvíaeldi í Dýrafirði

Framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm vill framleiða í Djúpinu og Arnarfirði en segir ófyrirsjáanleika leyfismála helsta vandann.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, dótturfélags Arctic Fish vonast eftir því að væntanleg leyfisveiting fyrir allt að 4.000 tonnum af laxi í eldiskvíum fyrirtækisins í Dýrafirði ryðji leiðina fyrir leyfi fyrir fullnýtingu 10.000 tonna burðargetu fjarðarins að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Skipulagsstofnun taldi ekki þörf á að stækkunin nú, sem er úr um 2.000 tonnum, fari í umhverfismat, en útgáfa leyfanna hefur tafist vegna m.a. kærumála en nú hefur Umhverfisstofnun gefið út starfsleyfi og því er von á rekstrarleyfi Matvælastofnunar á næstunni.

Helsti vandi fiskeldisins er hvað ferill leyfismála er ófyrirsjáanlegur og tekur langan tíma,“ segir Sigurður. „Það þarf fyrirsjáanleika því fyrst þarf að fjárfesta í seiðaeldi og það tekur sinn tíma.“ Fyrirtækið býður einnig eftir útgáfu rekstrar- og starfsleyfa fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, en þar hyggst fyrirtækið vera með 6.800 tonna framleiðslu í samvinnu við Arnarlax.

Síðan er unnið að umhverfismati fyrir 4.000 tonna framleiðslu í Arnarfirði, en auk þess hefur fyrirtækið kynnt áform um 8.000 tonna framleiðslu í Ísafjarðardjúpi, en óvissa er um þau áform vegna tillagna um lokun djúpsins fyrir sjókvíaeldi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim